Leit á Fimmvörðuhálsi

Útivistarhópur á Fimmvörðuhálsgöngu.
Útivistarhópur á Fimmvörðuhálsgöngu. Ljósmynd/Útivist

Fyr­ir rúm­um hálf­tíma voru björg­un­ar­sveit­ir í Vík, Hvols­velli, Land­eyj­um, und­ir Eyja­fjöll­um og frá Hellu kallaður út til leit­ar að manni á Fimm­vörðuhálsi.

Um er að ræða fransk­an ferðmann sem hringdi í Neyðarlínu, sagðist veik­ur, orðinn ör­magna og óskaði eft­ir aðstoð. Áður en tókst að fá nán­ari upp­lýs­ing­ar slitnaði sím­talið og ekki hef­ur náðst á mann­inn aft­ur.

Björg­un­ar­sveit­ir eru á leið á vett­vang og munu ein­beita sér að því að leita göngu­leiðina frá Þórs­mörk yfir að Skóg­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert