Ökumenn virði rauða ljósið

Umferðarljós eru ekki upp á punt.
Umferðarljós eru ekki upp á punt. mbl.is/Eva Björk

Um­ferðar­stofa hvet­ur alla öku­menn til að virða rauða ljósið í um­ferðinni, en stofn­un­in seg­ir að henni hafi borist fjöldi ábend­inga að und­an­förnu um bíla sem fari yfir á rauðu ljósi.

Þetta eigi einkum við þegar um­ferðarþungi sé mik­ill og þá sé gjarn­an gefið í til að kom­ast yfir gatna­mót.

„Slíkt akst­urslag skap­ar hættu fyr­ir alla veg­far­end­ur og er sér­stak­lega var­huga­vert nú þegar gang­andi veg­far­end­um, sem treysta á göngu­ljós, fer fjölg­andi í um­ferðinni. Við biðjum því alla um að virða rauða ljósið - og muna að okk­ur ligg­ur sjaldn­ast lífið á,“ seg­ir Um­ferðar­stofa á Face­book-síðu sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert