Þorgerður Katrín til SA

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mbl.is

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir hef­ur verið ráðin for­stöðumaður nýs mennta- og ný­sköp­un­ar­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Stofn­un mennta­sviðs er liður í auk­inni áherslu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á mennta­mál og ný­sköp­un. Þetta kem­ur fram á heimasíðu fé­lags­ins.

„Það er mjög mik­ill feng­ur fyr­ir SA að fá Þor­gerði til liðs við okk­ur í þess­um mik­il­væga mála­flokki. Öflugt mennta­kerfi er lyk­ilþátt­ur í að bæta sam­keppn­is­stöðu ís­lensks at­vinnu­lífs. Reynsla henn­ar og bak­grunn­ur á sviði mennta­mála mun nýt­ast SA mjög vel," seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

„Ég hlakka til að tak­ast á við spenn­andi og mik­il­vægt verk­efni í þágu at­vinnu­lífs­ins. Efl­ing mennt­un­ar er tví­mæla­laust liður í að tryggja und­ir­stöður bæði at­vinnu­lífs og sam­fé­lags til lengri og skemmri tíma, seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­stöðumaður mennta- og ný­sköp­un­ar­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Þor­gerður mun hefja störf hjá SA hinn 1. sept­em­ber næst­kom­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert