Breytt viðhorf til alvarlegra vanskila?

„Maður velt­ir því fyr­ir sér hvort greiðslu­vilj­ann skort­ir eða hvort málið snú­ist ein­göngu um greiðslu­getu. Sú spurn­ing vakn­ar jafn­framt hvort óvissa um lög­mæti lána og lof­orð sem gef­in hafa verið um niður­færslu verðtryggðra lána leiði til þess að marg­ir bíði með að gera upp sín mál. Al­var­leg van­skil eru að aukast á sama tíma og at­vinnu­leysi er að minnka og kaup­mátt­ur að aukast. Það er um­hugs­un­ar­efni,“ seg­ir Samú­el Ásgeir White, for­stöðumaður fyr­ir­tækja­sviðs Cred­it­in­fo, í til­efni af aukn­um van­skil­um en þróun þeirra er sýnd hér til hliðar.

Eðli­legt að standa ekki í skil­um

Samú­el Ásgeir tek­ur fram að Cred­it­in­fo sé hlut­laus miðlari upp­lýs­inga og taki enga af­stöðu til þessa. Hinu megi velta fyr­ir sér hvort viðhorfs­breyt­ing sé að verða.

„Er það ekki tekið jafn al­var­lega og fyr­ir nokkr­um árum að vera í al­var­leg­um van­skil­um?“ spyr Samú­el.

„Ef raun­in er sú að það sé álitið þokka­lega eðli­legt að vera í al­var­leg­um van­skil­um held ég að það sé mjög vara­söm þróun,“ seg­ir hann.

Það kann að hafa áhrif á þróun van­skila í framtíðinni að frá og með 1. sept­em­ber taka ný lög um neyt­endalán gildi. Munu þau hafa í för með sér að greiðslu­mat verður eflt, breyt­ing­ar sem Þor­varður Tjörvi Ólafs­son, hag­fræðing­ur hjá Seðlabanka Íslands, tel­ur fagnaðarefni.

„Meg­in­mark­mið nýrra laga um neyt­endalán er að bæta greiðslu­mat og al­mennt vinnu­brögð fjár­mála­fyr­ir­tækja við lán­veit­ing­ar. Það er eitt­hvað sem er mjög þarft. Það sýn­ir reynsl­an og niður­stöður rann­sókna. Það mun út af fyr­ir sig sýna að þeir sem ella hefðu fengið lán með minna eft­ir­liti og laus­ari skil­yrðum al­mennt verða úti­lokaðir. Það er að mörgu leyti æski­leg þróun og til þess fall­in að draga úr um­fangi óæski­legra lán­veit­inga til ein­stak­linga sem ekki eru í stöðu til að standa und­ir greiðslu­byrði slíkra lána.“

– Eru óæski­leg lán viðvar­andi vanda­mál í ís­lenskri hag­sögu?

Þarft að bæta greiðslu­matið

„Kannski ekki alltaf en niður­stöður rann­sókn­ar okk­ar Kar­en­ar Vign­is­dótt­ur [sér­fræðings hjá Seðlabank­an­um] sýndu að lán­veit­ing­ar í aðdrag­anda hruns­ins, sér­stak­lega í seinni út­lána­ból­unni, frá árs­byrj­un 2007 og fram að banka­hruni, virt­ust vera óá­byrg­ar og það gætti til­hneig­ing­ar til að veita áhættu­sam­ari lán til tekjum­inni hópa. Um­fang lán­anna var slíkt að út­lána­eft­ir­litið gat eng­an veg­inn fylgst með takt­in­um. Þarna voru skýr merki um óá­byrg­ar lán­veit­ing­ar og ekki nægi­legt eft­ir­lit með lán­veit­ing­um. Það er út af fyr­ir sig æski­leg þróun að við setj­um skýr­ari regl­ur og að lán­veit­ing­arn­ar séu ábyrg­ari og að það sé betra greiðslu­mat og annað slíkt.“

– Hvaða hóp­ar munu þá ekki geta fengið 80-85% hús­næðislán?

„Í raun má segja að fyr­ir­komu­lagið sem við höf­um haft á fast­eigna­markaði með 40 ára jafn­greiðslu­lán hef­ur þýtt að stór hóp­ur lands­manna hef­ur getað eign­ast hús­næði í krafti þess að greiðslu­byrðin hef­ur verið mjög lág til að byrja með. Það er al­veg ljóst að kerf­is­breyt­ing yfir í óverðtryggð lán og aukið eft­ir­lit með lán­veit­ing­um og eflt greiðslu­mat mun þýða að færri geta eign­ast hús­næði. Greiðslu­byrðin verður hærri og breyti­legri auk þess sem veðhlut­föll­in verða lík­lega lægri og það mun úti­loka ákveðinn hóp heim­ila frá því að eign­ast sitt hús­næði. Það er al­veg ljóst,“ seg­ir Þor­varður Tjörvi og vís­ar til þess aðspurður að í stjórn­arsátt­mál­an­um seg­ir að horfið skuli frá verðtryggðum lán­um, en þau hafa al­mennt lægri greiðslu­byrði en óverðtryggð lán.

Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka, seg­ir aukn­ar kröf­ur um greiðslu­mat sam­fara nýj­um lög­um um neyt­endalán geta haft já­kvæðar af­leiðing­ar. „Það er í sjálfu sér já­kvæð þróun ef horft er til þeirra sveiflna á hús­næðismarkaðnum sem við upp­lifðum á sín­um tíma. Það er um að gera að tryggja að slíkt end­ur­taki sig ekki með því að gera rík­ari kröfu til greiðslu­mats og að lán­tak­end­ur séu borg­un­ar­menn fyr­ir lán­um. Það má gagn­rýna kerfið í dag og að veðlána­hlut­föll­in skuli hafa hækkað. Nú má fá allt að 85% af virði eign­ar lánað. Það er að mínu mati al­veg á jaðrin­um enda er láns­hlut­fallið nokkuð hátt miðað við þá óvissu sem er uppi í ís­lensku efna­hags­lífi.

Sag­an hef­ur kennt okk­ur tvennt: Að menn þurfa að geta tekið á sig högg og vera með til­tölu­lega hátt hlut­fall eig­in fjár í hús­næði til að geta tekið á sig þá lækk­un sem verður á hús­næðis­verði og þá hækk­un sem verður á verðtryggðum lán­um þegar verðbólg­an fer af stað. Og að greiðslu­byrðina verður að vera hægt að aðlaga eft­ir aðstæðum hverju sinni. Lán­tak­end­ur sem eru með 40 ára lán hafa ekki mikið svig­rúm til að lengja í lán­inu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert