Ekki bannað að biðja um fjárhagsupplýsingar

mbl.is/Styrmir Kári

Eng­in sér­stök laga­ákvæði kveða á um bann við því að fjár­mála­fyr­ir­tæki óski eft­ir upp­lýs­ing­um um fjár­hags­stöðu maka skuld­ara. Þetta kem­ur fram í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

FME hef­ur borist ábend­ing sem snýr að því að fjár­mála­stofn­un hafi óskað eft­ir fjár­hags­upp­lýs­ing­um um maka eða sam­býl­is­fólk skuld­ara. Jón Eg­ils­son hæsta­rétt­ar­lögmaður skrifaði aðsenda grein í Morg­un­blaðið í vik­unni þar sem hann seg­ir frá mál­inu, sem hann vísaði til FME og úr­sk­urðar­nefnd­ar um viðskipti við fjár­mála­fyr­ir­tæki. Þar hafði Íslands­banki óskað eft­ir fjár­hags­upp­lýs­ing­um um sam­býl­is­konu skuld­ara sem bank­inn átti í viðræðum við eft­ir gjaldþrot manns­ins sem var í per­sónu­leg­um ábyrgðum við bank­ann vegna fyr­ir­tækja sinna.

Lögmaður­inn held­ur því fram að með því að krefja sam­býl­is­kon­una um fjár­hags­upp­lýs­ing­ar sé bank­inn að gera hana að sam­skuld­ara.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert