Gjald á grundvelli afnota

Réttur fólks til aðgangs að óræktuðu landi er lögvarinn þótt …
Réttur fólks til aðgangs að óræktuðu landi er lögvarinn þótt það sé í einkaeigu. mbl.is/RAX

Heim­ild­ir land­eig­enda til gjald­töku á ferðamanna­stöðum eru ekki skil­greind­ar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um, að sögn Sigrún­ar Ágústs­dótt­ur, lög­fræðings og sviðsstjóra hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Gert er ráð fyr­ir því í nátt­úru­vernd­ar­lög­um að sá sem ann­ast um­sjón eða rekst­ur nátt­úru­vernd­ar­svæðis geti ákveðið að taka gjald fyr­ir veitta þjón­ustu. Rekstr­araðili slíks svæðis get­ur einnig ákveðið að taka gjald fyr­ir aðgang ef spjöll hafa orðið af völd­um ferðamanna eða ef hætta er tal­in vera á slík­um spjöll­um, að sögn Sigrún­ar.

Nátt­úru­vernd­ar­lög­in taka ekki á gjald­töku land­eig­enda með bein­um hætti. Land­eig­andi sem í hlut á þarf þá að byggja gjald­töku sína á grund­velli af­nota af land­inu. Hann get­ur ekki komið í veg fyr­ir al­manna­rétt­inn til um­gengni með gjald­töku, að mati Um­hverf­is­stofn­un­ar. „Það er lögvar­inn rétt­ur að fólk eigi aðgang að óræktuðu landi þótt það sé í einka­eigu,“ seg­ir Sigrún, í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert