Gjald á grundvelli afnota

Réttur fólks til aðgangs að óræktuðu landi er lögvarinn þótt …
Réttur fólks til aðgangs að óræktuðu landi er lögvarinn þótt það sé í einkaeigu. mbl.is/RAX

Heimildir landeigenda til gjaldtöku á ferðamannastöðum eru ekki skilgreindar í náttúruverndarlögum, að sögn Sigrúnar Ágústsdóttur, lögfræðings og sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun.

Gert er ráð fyrir því í náttúruverndarlögum að sá sem annast umsjón eða rekstur náttúruverndarsvæðis geti ákveðið að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili slíks svæðis getur einnig ákveðið að taka gjald fyrir aðgang ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða ef hætta er talin vera á slíkum spjöllum, að sögn Sigrúnar.

Náttúruverndarlögin taka ekki á gjaldtöku landeigenda með beinum hætti. Landeigandi sem í hlut á þarf þá að byggja gjaldtöku sína á grundvelli afnota af landinu. Hann getur ekki komið í veg fyrir almannaréttinn til umgengni með gjaldtöku, að mati Umhverfisstofnunar. „Það er lögvarinn réttur að fólk eigi aðgang að óræktuðu landi þótt það sé í einkaeigu,“ segir Sigrún, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert