Sæta ekki ofsóknum í Króatíu

mbl.is/Kristinn

Fullrannsakað er að hópur fólks sem Útlendingastofnun hefur ákveðið að senda aftur til Króatíu sæti ekki ofsóknum þar í landi. Þetta sagði Kristín Völundardóttir, forstjóri stofnunarinnar, í kvöldfréttum RÚV. Hins vegar vilji króatísk yfirvöld ekki taka við tveimur einstaklingum í hópnum vegna þess að þeir eru með serbneskt ríkisfang.

Horft er til skýrsla um stöðu mála í Króatíu frá Flóttamannastofnun, Evrópusambandinu og mannréttindasamtökum í þessum efnum að sögn Kristínar en þær sýni að úrræði séu til staðar í landinu telji fólk að það sé ofsótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert