Sæta ekki ofsóknum í Króatíu

mbl.is/Kristinn

Full­rann­sakað er að hóp­ur fólks sem Útlend­inga­stofn­un hef­ur ákveðið að senda aft­ur til Króa­tíu sæti ekki of­sókn­um þar í landi. Þetta sagði Krist­ín Völ­und­ar­dótt­ir, for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, í kvöld­frétt­um RÚV. Hins veg­ar vilji króa­tísk yf­ir­völd ekki taka við tveim­ur ein­stak­ling­um í hópn­um vegna þess að þeir eru með serbneskt rík­is­fang.

Horft er til skýrsla um stöðu mála í Króa­tíu frá Flótta­manna­stofn­un, Evr­ópu­sam­band­inu og mann­rétt­inda­sam­tök­um í þess­um efn­um að sögn Krist­ín­ar en þær sýni að úrræði séu til staðar í land­inu telji fólk að það sé of­sótt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert