45 ár frá hægri umferð

Að morgni sunnu­dags­ins 26. maí árið 1968 var skipt yfir í hægri um­ferð á Íslandi, eða fyr­ir ná­kvæm­lega 45 árum í dag. Breyt­ing­in tók gildi kl. 6 um morg­un og lá að baki mik­ill und­ir­bún­ing­ur, þrot­laus vinna og gríðarleg­ur kostnaður. Nú er svo komið að á u.þ.b. 72% alls vega­kerf­is heims­ins er ekið hægra meg­in.

Á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands er fjallað um þessi tíma­mót og kem­ur fram að Dan­ir lög­festu hægri um­ferð 1793. Breyt­ing­in náði samt ekki til út­nára kon­ungs­rík­is­ins, Íslands, enda ekki af mik­illi um­ferð að státa þar. Þá stóð til að breyta um­ferðinni í upp­hafi síðari heims­styrj­ald­ar en her­nám Breta gerði þau áform að engu, enda var um­ferð her­manna mun meiri en heima­manna.

Það var ekki fyrr en árið 1968 að Íslend­ing­ar fetuðu í fót­spor flestra annarra Evr­ópu­ríkja og ástæðan var ein­fald­lega sú að flest­ar þjóðir Evr­ópu og reynd­ar alls heims­ins höfðu eða voru að færa um­ferðina yfir til hægri. Ári áður höfðu Sví­ar skipt yfir í hægri um­ferð og nutu Íslend­ing­ar góðs af reynslu þeirra.

Fyrst þegar sett­ar voru regl­ur um það hvor­um meg­in veg­far­end­ur ættu að halda sig á veg­um var al­geng­ast að það væri vinstra meg­in vegna vopna­b­urðar veg­far­enda. Menn urðu að mæt­ast þannig að at­geir­inn snéri að þeim sem á móti kom og væri við hægri hönd. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert