Alhvít jörð í Norðurfirði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is

Jörð var orðin al­hvít í morg­uns­árið í Norðurf­irði eft­ir að það snjóaði í nótt, að sögn Jóns Guðbjörns Guðjóns­son­ar veður­at­hug­un­ar­manns í Litlu-Ávík í Árnes­hreppi. Hann seg­ir að vegna pláss­leys­is í hús­um hafi bænd­ur verið bún­ir að setja lamb­fé út á tún þótt kalt og vætu­samt hafi verið en sum­ir bænd­ur hafi hins veg­ar rekið fé inn aft­ur í gær­kvöldi vegna slæmr­ar veður­spár næstu daga.

Þröng sé því á þingi í fjár­hús­um bænda í Árnes­hreppi þótt það elsta af lamb­fénu sé úti í veðrinu en sauðburður er nú langt kom­inn. Jón seg­ir að sam­kvæmt spá norsku veður­stof­unn­ar (YR) sé ekki út­lit fyr­ir gott veður fyrr en 3. júní.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert