Ójöfn kynjahlutföll áhyggjuefni

62% háskólanema á Íslandi eru konur.
62% háskólanema á Íslandi eru konur. Morgunblaðið/Rósa Braga

Íslenskir háskólar glíma meðal annars við þann vanda, að svo virðist sem karlar séu á leiðinni út úr háskólasamfélaginu, en um 62% háskólanema á Íslandi eru konur. Einnig er vandamál hversu skökk kynjahlutföllin eru í einstaka deildum háskólanna. Þetta kemur fram í skýrslu um jafnrétti í háskólum á Íslandi sem Herdís Sólborg Haraldsdóttir vann fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í skýrslunni er talað við fulltrúa allra háskólanna á Íslandi og kannað hvort þeir starfi eftir ákveðinni jafnréttisstefnu og hvernig haldið sé utan um jafnréttismál. Síðan var staðan mátuð við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Í Háskólanum í Reykjavík, þar sem tækni- og verkfræðisviðið er mjög stór hluti skólans, eru fleiri karlar en konur í námi. Þetta á sérstaklega við um tölvunarfræðideildina. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri tengsla Háskólans í Reykjavík, telur þó að með markvissum aðgerðum og ímyndarsköpun megi jafna þessi hlutföll, og það megi þegar sjá merki þess að konur sæki í meiri mæli í tæknilegt háskólanám. „Við náum mjög vel til karla með tækni- og verkfræðináminu, en við þurfum einfaldlega að ná betur til kvenna. Það höfum við gert með því að draga fjölbreytt og skapandi störf í geiranum fram sem virðast höfða betur til kvenna“ sagði Jóhanna.

Svipaða sögu er að segja úr Háskóla Íslands, en að sögn Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, hefur verið farið í stórt átak bæði til að fjölga konum á verk- og náttúruvísindasviði en einnig að fjölga karlmönnum í hjúkrunarfræði. Mikill árangur hafi náðst hvað varðar konurnar, en árangurinn hefur látið á sér standa hvað varðar karlana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka