Vilborg Arna komst á tind Denali

Denali, eða Mt. McKinley, er hæsta fjall Norður-Ameríku, 5.486 metra …
Denali, eða Mt. McKinley, er hæsta fjall Norður-Ameríku, 5.486 metra hátt.

Vilborg Arna Gissurardóttir komst á tind Denali (McKinley-fjall), hæsta fjalls Norður-Ameríku, í gær. Hún segir á heimasíðu sinni seint í gærkvöldi að toppaðstæður hafi verið á fjallinu þegar upp var komið, bæði fallegt og bjart. Það hafi verið góð tilfinning að ná tindinum en ferðin hafi samtals tekið 11,5 klukkustundir.

„Við erum hraust og vel á okkur komin, við höfum auðvitað fundið fyrir hæðinni, orðið móð og fengið hausverk en að öðru leyti hress. Það er skemmst frá því að segja að kvöldmaturinn hvarf ofan í okkur en nú er það hvíldartími,“ segir hún ennfremur.

Vilborg hyggst sem kunnugt er láta gamlan draum rætast og klífa hæstu tinda í hverri heimsálfu á einu ári en fyrst á dagskrá var Denali og síðasta fjallið verður Everest-fjall í Himalaja-fjallgarðinum. Næst á dagskrá er Elbrus, hæsta fjall í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka