„Komið yfir vitleysingastigið“

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

„Í kjöl­farið á þessu hef ég verið hvött til að leita rétt­ar míns og ég hef íhugað að fara með þess­ar árás­ir til lög­reglu,“ seg­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir, alþing­ismaður í kjöl­farið á því að hún komst að því að ein­stak­ling­ur sem hef­ur hrellt hana á in­ter­net­inu virðist ekki vera til, en því til stuðnings bend­ir hún á að mynd­in sem viðkom­andi birt­ir af sér er slá­andi lík mynd af norsk­um pí­anó­leik­ara, svo ekki sé meira sagt.

Þessu til frek­ari stuðnings bend­ir Vig­dís á að ein­stak­ling­ur þessi var áður titlaður verk­fræðing­ur hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur, en vin­ur Vig­dís­ar staðfesti við hana að eng­inn með því nafni sem viðkom­andi gef­ur upp væri að störf­um hjá Orku­veit­unni.

„Ég er núna að kanna leiðir og leita ráðgjaf­ar um hvernig ég get leitað rétt­ar míns í þessu máli og hversu lang­an tíma það myndi taka,“ seg­ir Vig­dís. „Ég vil fá að vita hvort hægt sé að rekja þess­ar árás­ir á ein­hverja ip-tölu.“

Ófræg­ing­ar­her­ferð af þess­ari stærðargráðu hljóti að vera skipu­lögð

Vig­dís sagðist halda þessa ófræg­ing­ar­her­ferð af þeirri stærðargráðu að hún hljóti að vera skipu­lögð. „Þetta er komið yfir vit­leys­inga­stigið. Ég hef fylgst með þróun þess­ara um­mæla und­an­far­in fjög­ur ár og þetta er orðið of­beldi. Sömu sex til átta fras­arn­ir eru end­ur­tekn­ir aft­ur og aft­ur af mis­mun­andi aðilum yfir lang­an tíma, þannig að ég held að þetta sé skipu­legt vegna mynst­urs­ins sem hef­ur verið í þessu,“ seg­ir Vig­dís. 

„Og ef þú seg­ir það sama nógu oft þá fer fólk að trúa því. Það held­ur eng­inn út í fjög­ur ár ein­hverja svona her­ferð. Það er eitt­hvað stærra á bakvið þetta og ég held að það sé verið að greiða fyr­ir þetta,“ seg­ir Vig­dís. 

„Það skjálfa ein­hverj­ir í kvöld“

„Á þess­um fjór­um árum hef­ur þetta stig­magn­ast og ljót­ari og ljót­ari orðum hnýtt inn í. Það sem virðist hins veg­ar hafa farið mest í taug­arn­ar á þeim sem standa að þessu er að ég hef bara hrist þetta af mér og vaxið við mót­lætið frek­ar en hitt. Ef þetta er til þess að þagga niður í mér þá hef­ur þetta þver­öfug áhrif, því að ég efl­ist frek­ar við þetta en hitt,“ seg­ir Vig­dís.

„Þó svo in­ter­netið sé stund­um notað á þann hátt sem hér hef­ur gerst þá hef­ur það þann kost að það gleym­ir aldrei og hægt að skoða aft­ur í tím­ann það sem hef­ur komið fram og rekja það,“ seg­ir Vig­dís. „Þannig að það skjálfa ör­ugg­lega ein­hverj­ir í kvöld.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert