Öll rök hníga að virkjun

Haraldur Einarsson alþingismaður vill virkja neðri hluta Þjórsár. Hann er …
Haraldur Einarsson alþingismaður vill virkja neðri hluta Þjórsár. Hann er fæddur og uppalinn á bænum Urriðafossi í Flóa. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Ef þær þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru á teikniborðinu verða ekki reistar er öll frekari nýting vatnsfallanna stopp,“ segir Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem er frá bænum Urriðafossi, í Morgunblaðinu í dag.

Í viðtali um þessi mál segir hann að menn verði því að skoða hlutina upp á nýtt, enda myndu þessar virkjanir hafa minni áhrif á náttúruna en flestir aðrir valkostir á sviði orkuöflunar sem eru í skoðun. „Með hagsmuni heildarinnar í huga hníga því öll rök að því að hér skuli virkjað,“ segir Haraldur.

„Að mínu mati voru gerð mistök við afgreiðslu rammaáætlunar á Alþingi, þ.e. að taka niðurstöður sérfræðinga og færa í pólitískan farveg,“ segir Haraldur. Hann bendir á að í hinu stóra samhengi verði umhverfisáhrif virkjana í neðri hluta Þjórsár takmörkuð. Vatnsmiðlun vegna virkjana í efri hluta sé til staðar á hálendinu og lón við fyrirhugaðar virkjanir á neðra svæði árinnar verði að mestu í farvegi hennar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert