Rannsaka möguleg skattsvik Íslendinga í skattaskjólum

Frá Tortola
Frá Tortola mbl.is/Árni Sæberg

Rannsókn er hafin á meintum skattsvikum tuga einstaklinga sem störfuðu hjá aflandsfélögum í eigu íslenskra aðila í erlendum skattaskjólum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Á fimmta tug svokallaðra skattaskjólsmála hafa verið til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra frá því skömmu eftir hrun. Rannsókn á fjórða tug mála er lokið og hafa flest fengið endurákvörðun hjá ríkisskattstjóra. Sjö voru send sérstökum saksóknara. Þremur málum var lagt, að sögn forstöðumanns hjá embætti ríkisskattstjóra. Hann greinir frá því að í sumum málanna sé um að ræða hundraða og jafnvel milljarða króna hagnað sem ekki hafi verið greiddur réttur skattur af, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert