Svanhildur Hólm Valsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra.
Svanhildur var ráðin í stöðu aðstoðarmanns Bjarna sem formanns Sjálfstæðisflokksins í september 2012. Frá 2009-2012 var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Svanhildur er lögfræðingur að mennt og starfaði um langt árabil við fjölmiðla, segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu í dag.
Frétt mbl.is: Sex ekki komnir með aðstoðarmenn