Tími trjámaðksins er í lok maí eða fyrri hluta júní á hverju ári. Þá fer hann á stjá í görðum landsmanna og margir garðeigendur spyrja sig: Þarf ég að láta „eitra“ hjá mér?
Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að mikilvægt sé að átta sig á því að skordýraeitur drepur öll skordýr sem það lendir á, hvort sem þau eru skaðleg eða gagnleg. Hin gagnlegu skordýr lifa oft á skaðvöldunum sem eru að hrjá plönturnar okkar og veita okkur því lið í baráttunni gegn þeim, en þau geta líka verið fæða fyrir önnur dýr.
Trjámaðkurinn sjálfur er fæða fyrir fugla þannig að þegar við úðum gegn honum erum við að draga úr fæðuframboði fyrir dýr sem við viljum hafa í kringum okkur. Lífríki garðsins er þannig samofið og með úðun erum við að grípa óþyrmilega inn í gang náttúrunnar.
Frekari upplýsingar um garðúðun má finna hér.