Á handsleða upp Eyjafjallajökul

Leifur á sleðanum sem verður farskjóti hans upp á jökulinn. …
Leifur á sleðanum sem verður farskjóti hans upp á jökulinn. Sleðinn er einungis knúinn handafli Leifs

Leif­ur Leifs­son, fjallasleðamaður, ætl­ar að gosstöðvun­um á Eyja­fjalla­jökli 14. júní næst­kom­andi. Það væri ekki frá­sögu fær­andi nema fyr­ir þær sak­ir að Leif­ur er hreyfi­hamlaður fyr­ir neðan mitti og mun draga sig upp með handafli á sér­út­bún­um sleða.

„Við feng­um nú þessa hug­mynd þegar í ljós kom að Hvanna­dals­hnúk­ur væri of sprung­inn til að hægt væri að fara hann á sleðanum,“ seg­ir Leif­ur Leifs­son, fjallasleðamaður. „Ég ætlaði á hnúk­inn en það er ekki í boði í bili. Mér fannst ómögu­legt að fara ekk­ert á fjall í ár þannig að við ákváðum að taka bara Eyja­fjalla­jök­ul í staðinn.“

Leif­ur seg­ist fara á jök­ul­inn á sleða, hand­knún­um á heima­smíðuðu hand­hjóli. Sleðinn virk­ar þannig að band er dregið út úr spili nokk­ur hundruð metra í senn og hakað niður. Síðan tek­ur Leif­ur til við að draga sleðann áfram.

Æfir tvisvar á dag sex daga vik­unn­ar

„Það þarf gíf­ur­leg­ar æf­ing­ar fyr­ir svona. Núna er ég á fullu að æfa í Hreyf­ingu. Ég er líka í þolæf­ing­um í Laug­ar­dals­höll­inni. Ég æfi að meðaltali tvisvar á dag þessa dag­ana. Dag­ur­inn byrj­ar á pró­grammi sem ég setti sam­an ú æf­ing­un­um hjá Hreyf­ingu og Boot Camp-bók­inni, bók sem strák­arn­ir í Boot Camp bjuggu til handa mér. Síðan er ég ný­byrjaður að æfa hjá krökk­un­um í Cross­Fit Reykja­vík. Það eru góðar al­hliða styrkt­ar- og út­hald­sæfing­ar þar,“ seg­ir Leif­ur. „Ég minnka samt æf­ing­arn­ar núna áður en við leggj­um af stað 14. júní. Þetta mun taka mig ein­hverja tvo daga ef allt geng­ur upp. Svo renni ég mér bara niður,“ seg­ir Leif­ur og hlær.

Þarf átta vana fjall­göngu­menn með sér

Leif­ur seg­ir helsta vand­ann í dag að finna fólk sér til aðstoðar, því til að hann geti lokið för sinni þyrfti hann helst átta vana fjalla­menn til að fylgja sér upp jök­ul­inn. „Birg­ir Freyr Birg­is­son hef­ur séð um þá hlið verk­efn­is­ins. Ef ein­hverj­ir geta komið með mér, þótt ekki nema einn dag af þess­um dög­um sem það tek­ur mig að fara þetta, þá mega þeir endi­lega setja sig í sam­band við Birgi, annaðhvort í síma 821-4600 eða gegn­um birg­ir­freyr@gmail.com,“ seg­ir Leif­ur. „Fólkið þarf að geta séð um sig sjálft á fjöll­um og að hafa and­legu hliðina í það að geta staðið uppi á jökli og beðið eft­ir mér meðan ég dreg mig áfram. Formið hjá þessu fólki skipt­ir kannski ekki öllu máli.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert