Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhenti í morgun fjórum stúlkum úr Mosfellsbæ Laxnessfjöðrina sem er viðurkenning sem Samtök móðurmálskennara veita fyrir ritlist.
Þær Margrét Dís Stefánsdóttir og Kristjana Björnsdóttir úr Varmárskóla og Andrea Dagbjört Pálsdóttir og Diljá Guðmundsdóttir úr Lágafellsskóla hlutu viðurkenninguna í ár fyrir verk sem þær sömdu í tengslum við ritunarátak innan skólanna, samkvæmt fréttatilkynningu.