Ákjósanlegt að auka áhrif Norðurlanda innan ESB

„Finn­landi þætti ákjós­an­legt að Íslend­ing­ar ykju áhrif Norður­land­anna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins,“ sagði Sauli Ni­inistö, for­seti Finn­lands á blaðamanna­fundi í dag í til­efni af op­in­berri heim­sókn finnsku for­seta­hjón­anna til Íslands. Hann sagðist þó skilja vel að Íslend­ing­ar þyrftu að hafa opna umræðu um mögu­lega aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

Hann sagðist binda mikl­ar von­ir við nor­rænt sam­starf í framtíðinni og taldi ekk­ert standa því í vegi að Finn­ar tækju þátt í loft­rým­is­gæslu við Ísland á næst­unni, sem hann sagði geta styrkt NOR­D­EFCO, varn­ar­sam­starf nor­rænu ríkj­anna. Hann taldi slíkt sam­starf ekki ógna ímynd Finn­lands sem friðsæls og hlut­lauss lands, en Finn­land er ekki aðili að NATO.

Mennt­un leiðin út úr krepp­unni

Aðspurður hvaða lyk­il­atriði hefðu hjálpað Finn­um við að tak­ast á við krepp­una sem skall þar á á 10. ára­tugn­um svaraði Ni­inistö því til að virðing fyr­ir mennt­un og þekk­ingu, sam­hliða end­ur­skoðun á lífs­gild­um þjóðar­inn­ar, hefðu spilað þar lyk­il­hlut­verk eft­ir tíma­bil mik­ils flæðis er­lends fjár­magns inn í landið og aukn­ing­ar á gjald­eyr­is­lán­töku.

Sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir á norður­slóðum

Þá ræddi Ni­inistö um Norður­skauts­ráðið og sam­starf í mál­efn­um norður­slóða, en eft­ir að Kína, Jap­an, Suður-Kór­eu, Indlandi, Singa­púr og Ítal­íu var veitt áheyrn­araðild að ráðinu á dög­un­um á yfir helm­ing­ur mann­kyns aðild að því, hvort sem miðað er við fólks­fjölda eða stærð hag­kerf­anna. Taldi hann hags­muni Norður­land­anna skar­ast í mál­efn­um norður­slóða, og sé því fullt til­efni til sam­starfs og sam­stöðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert