Veldur álitshnekki og fjártjóni

Fornleifauppgröftur á Hólum í Hjaltadal.
Fornleifauppgröftur á Hólum í Hjaltadal. Ómar Óskarsson

Skýrsla um stjórn­sýslu forn­leifa­rann­sókna og forn­leifa­vernd hef­ur að geyma rang­færsl­ur um störf Ragn­heiðar Trausta­dótt­ur, stjórn­anda Hól­a­rann­sókn­ar­inn­ar, sem eru til þess falln­ar að valda henni álits­hnekki og fjár­tjóni.

Þetta kem­ur m.a. fram í bréfi sem Jón­as Fr. Jóns­son lög­fræðing­ur hef­ur sent mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti, fyr­ir hönd Ragn­heiðar Trausta­dótt­ur, vegna skýrslu um stjórn­sýslu forn­leifa­rann­sókna og forn­leifa­vernd á Íslandi 1990-2010. Í skýrsl­unni er m.a. Hól­a­rann­sókn­in gagn­rýnd og nefnd sem dæmi um forn­leifa­verk­efni þar sem fram­vindu­skýrsl­um sé ábóta­vant og óná­kvæm­ar fjár­hags­áætlan­ir. Hól­a­rann­sókn­in er fjár­mögnuð með op­in­beru fé og hef­ur staðið yfir frá ár­inu 2002.  

Í bréfi Jónas­ar er óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um fyr­ir­ætlan­ir ráðuneyt­is­ins varðandi skýrsl­una, jafn­framt er spurt á hvaða laga­grunni skýrsl­an sé unn­in og birt. Þá er óskað eft­ir af­stöðu ráðuneyt­is­ins til þess, að hvorki hafi verið leitað eft­ir upp­lýs­ingn­um frá Ragn­heiði né óskað eft­ir sjónamiðum henn­ar við vinnslu skýrsl­unn­ar. Enn­frem­ur er óskað eft­ir af­riti af öll­um gögn­um í vörslu ráðuneyt­is­ins um rit­un, vinnslu, birt­ingu og dreif­ingu skýrsl­unn­ar. Enn­frem­ur er óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um hvers vegna skýrsl­an hafi verið fjar­lægð af vef ráðuneyt­is­ins.   

Svara við spurn­ing­un­um, sem eru átta tals­ins, er óskað frá ráðuneyt­inu ekki síðar en 4. júní næst­kom­andi.  

„Það var aldrei neitt borið und­ir mig við gerð skýrsl­unn­ar,“ seg­ir Ragn­heiður Trausta­dótt­ir, stjórn­andi Hól­a­rann­sókn­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Hún hef­ur leitað til lög­manns sem mun gæta hags­muna henn­ar vegna vinnslu, birt­ing­ar og um­fjöll­un­ar um skýrsl­una. 

Frétt mbl.is: Gat ekki tekið við grip­un­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert