Vel gekk að flytja flóttamennina

Króatíski hópurinn á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í dag.
Króatíski hópurinn á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Hilmar Bragi Bárðarson

„Það gekk allt vel,“ sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra,  um ferð króatísku flóttamannanna sem Útlendingastofnun synjaði um hæli hér á landi, en þeir voru fluttir með leiguflugi frá Keflavík til Zagreb í Króatíu í dag.

Hann segir að hefðbundin stjórnvöld þar í landi hafi tekið við þeim 27 flóttamönnum sem fór héðan af landi í morgun og að þeir fjölmörgu lögreglumenn sem hópnum fylgdu muni koma heim aftur með flugi nú í kvöld, en leiguvélinni sem flaug með hópinn til Króatíu var flogið beint til baka til Íslands. Það er alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sem sér um frávísun fólks og fulltrúar hennar voru með hópnum ásamt fulltrúa frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og lækni.

Þrjár fjölskyldur úr hópi Króata sem óskaði eftir hæli urðu eftir þar sem króatísk stjórnvöld vildu ekki taka við þeim þar sem annar makinn hafði ekki króatískt vegabréf. Jón sagði ekki liggja fyrir hvað yrði gert í þeirra málum.

Frétt mbl.is - Króatarnir farnir úr landi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert