Ingólfur Geir kominn heim

Ingólfur Geir Gissurarson og Margrét Svavarsdóttir, eiginkona hans, á Keflavíkurflugvelli …
Ingólfur Geir Gissurarson og Margrét Svavarsdóttir, eiginkona hans, á Keflavíkurflugvelli í dag.

Ingólf­ur Geir Giss­ur­ar­son, sem ný­verið kleif Ev­erest, kom til lands­ins í dag 29. maí á sama degi og fyrsta staðfesta Ev­erest-topp­gang­an var háð, en 60 ár eru síðan Sir Ed­mund Hillary og Tenz­ing Norgay komust fyrst­ir manna á topp Mt. Ev­erest. 

Ingólf­ur lenti í smá hremm­ing­um á leið sinni á topp­inn en þegar hann var í um 8.700 metra hæð þá sprakk þrýsti­jafn­ari súr­efniskúts­ins og súr­efnið flæddi óhindrað út úr kútn­um. 

Ingólf­ur hafði heppn­ina með sér því Lydia Bra­dley, sem er fyrsta kon­an sem kleif topp Ev­erest án súr­efn­is árið 1988, var aðeins fyr­ir neðan hann í fjall­inu og var með auka þrýsti­jafn­ara sem Ingólf­ur fékk.

Ingólf­ur er elsti Íslend­ing­ur sem klifið hef­ur hæsta fjall heims og jafn­framt eini ís­lenski af­inn.  Það eru 59 dag­ar síðan Ingólf­ur fór frá Íslandi í för sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert