„Verra en blaut tuska“

Til stendur að leggja norður-suður flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli af árið …
Til stendur að leggja norður-suður flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli af árið 2016. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

„Það er óumdeilt að það er ekki hægt að halda uppi áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli með aðeins einni flugbraut. Lokun N-S brautarinnar jafngildir lokun flugvallarins sem áætlunar- og kennsluflugvallar.“

Þetta sagði Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, regnhlífarsamtaka félaga og klúbba sem tengjast flugi. Hann benti á að með því færi nýtingarhlutfallið niður fyrir ásættanleg mörk. Hvert prósentustig í nýtingarhlutfalli væri 3,65 dagar. Þegar þessi miðstöð innanlandsflugs væri lokuð lægi nær allt flug innanlands niðri.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að miðað við skipulagsdrögin sé allt eins hægt að loka flugvellinum 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert