„Verra en blaut tuska“

Til stendur að leggja norður-suður flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli af árið …
Til stendur að leggja norður-suður flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli af árið 2016. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

„Það er óum­deilt að það er ekki hægt að halda uppi áætl­un­ar­flugi frá Reykja­vík­ur­flug­velli með aðeins einni flug­braut. Lok­un N-S braut­ar­inn­ar jafn­gild­ir lok­un flug­vall­ar­ins sem áætl­un­ar- og kennsluflug­vall­ar.“

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jóns­son, for­seti Flug­mála­fé­lags Íslands, regn­hlíf­ar­sam­taka fé­laga og klúbba sem tengj­ast flugi. Hann benti á að með því færi nýt­ing­ar­hlut­fallið niður fyr­ir ásætt­an­leg mörk. Hvert pró­sentu­stig í nýt­ing­ar­hlut­falli væri 3,65 dag­ar. Þegar þessi miðstöð inn­an­lands­flugs væri lokuð lægi nær allt flug inn­an­lands niðri.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Flug­fé­lags Íslands, seg­ir að miðað við skipu­lags­drög­in sé allt eins hægt að loka flug­vell­in­um 2016.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert