Stefnt að setningu Alþingis á fimmtudag

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Styrmir Kári

Samkvæmt heimildum mbl.is er stefnt að því að Alþingi komi saman að nýju á fimmtudag í næstu viku. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vildi ekki staðfesta umræddan dag en staðfesti að stefnt sé að því að kalla saman þingið að nýju í síðari hluta næstu viku.

„Menn hafa rætt um það á þessari stundu að þingið muni koma saman síðari hluta næstu viku. Í það minnsta er stefnt að því,“ segir Einar. Fastlega er búist við því að Einar muni taka sæti forseta Alþingis á nýju þingi.

Sjá einnig: Mætti á gallabuxum og bol á Alþingi.

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson. Brynjar Gauti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert