Vonar að „atvinnuleysið verði úr sögunni“ í sumar

Í byggingarvinnu.
Í byggingarvinnu. mbl.is/Árni Torfason

„Tímabil mikils atvinnuleysis er að baki. Á tímabili var yfir 20% atvinnuleysi hjá okkur eftir hrunið. Nú heyrir maður á verktökum að þeir eru frekar að hugsa um að bæta við sig mönnum en fækka. Ég geri mér vonir um að atvinnuleysið verði úr sögunni um mitt sumar.“

Þetta segir Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar, í umfjöllun um atvinnuhorfur í byggingariðnaði í Morgunblaðinu í dag.

Nýframkvæmdir eru að taka við sér og hyggst Kópavogsbær bjóða út gatnagerð í Vatnsendahlíð í sumar en hverfið verður fullbyggt um 2.000 til 2.500 manna byggð. 733 íbúðir verða í hverfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert