Bílbelti hefðu getað bjargað þremur

9 létust í umferðarslysum á árinu 2012
9 létust í umferðarslysum á árinu 2012 Júlíus Sigurjónsson

Árið 2012 lét­ust níu manns í níu um­ferðarslys­um á Íslandi. Flest slys­in voru vegna útafa­kst­urs eða sex tals­ins en í tveim­ur var ekið á gang­andi veg­far­end­ur. Í einu slysi varð árekst­ur tveggja öku­tækja sem rekja má til vind­hviðu. 

Þetta kem­ur fram í Skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar um­ferðarslysa (RNU) fyr­ir árið 2012. Veru­lega hef­ur dregið úr fjölda dauðsfalla í um­ferðinni und­an­far­in 10 ár. Þegar mest lét, árið 2006, lét­ust 31 í um­ferðarslys­um, en árið 2010 lét­ust átta.

Í þrem­ur bana­slys­um notuðu öku­menn ekki bíl­belti. Rann­sókn­ar­nefnd­in tel­ur senni­legt að þeir hefðu all­ir lifað slysið af hefðu þeir notað belt­in.

Eitt bana­slysið má rekja til þess að ökumaður bif­reiðar var í óöku­hæfu ástandi sök­um neyslu áfeng­is og vímu­efna. Ökumaður­inn var auk þess rétt­inda­laus vegna ít­rekaðra um­ferðarlaga­brota.

Kanna ný úrræði gegn ölv­un­ar- og lyfja­akstri

Í skýrsl­unni seg­ir að stór hóp­ur öku­manna sem tek­inn hef­ur verið fyr­ir ölv­un­ar- og fíkni­efna­akst­ur hér á landi er staðinn að broti á ný inn­an árs, eða um 20% þess­ara öku­manna.

Að mati rann­sókn­ar­nefnd­ar um­ferðarslysa er brýnt að rann­saka hvaða úrræði hafa gef­ist vel í öðrum lönd­um og sem leitt geta til breyttr­ar hegðunar öku­manna sem aka ít­rekað und­ir áhrif­um áfeng­is og/​eða lyfja. Nefnd­in legg­ur til að skoðað verði hvort hægt sé að taka upp svo­kallaðan áfeng­islás, en seg­ir að hann komi eðli máls­ins sam­kvæmt ekki í veg fyr­ir lyfja- og fíkni­efna­akst­ur.

Nefnd­in hef­ur hér helst í huga meðferðarúr­ræði og nám­skeið, und­ir virkri stjórn­un og eft­ir­liti, sem nýj­an val­kost í refsi­vörslu­kerf­inu. Legg­ur RNU til að inn­an­rík­is­ráðuneytið skipi hóp fagaðila á sviði réttar­fars og refsi­vörslu og meðferðar við áfeng­is- og fíkni­efna­sýki, sem falið verði að vinna til­lög­ur til sókn­ar gegn þess­ari vá í um­ferðinni.

Skoða bet­ur reiðhjóla­slys

Í ljósi ört vax­andi þátt­ar hjól­reiða sem sam­göngu­máta hef­ur RNU rann­sakað hjól­reiðaslys sér­stak­lega und­an­far­in tvö ár í sam­starfi við Land­spít­ala Há­skóla­sjúkra­hús. 

Sam­kvæmt skýrsl­unni leiddi rann­sókn­in í ljós að reiðhjóla­slys eru tals­vert al­geng­ari en áður hafði verið talið en al­var­leiki þess­ara slysa er yf­ir­leitt lít­ill. Tveir þriðju hlut­ar hinna slösuðu sem rann­sakaðir voru hlutu minni­hátt­ar áverka og ein­ung­is 4% slasaðra hlutu mjög al­var­lega áverka.

Sér­staka at­hygli vek­ur að karl­menn, sér­stak­lega ung­ir dreng­ir, lenda í 70% hjól­reiðaslysa. Skýrslu­höf­und­ar telja lík­lega skýr­ingu þess vera þá karl­menn hjóli meira.

Í ferðavenju­könn­un íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins sem gerð var árið 2011 kem­ur fram að 5% karla eða drengja notuðust við reiðhjól á móti 2% kvenna eða stúlkna. Miðað við þessa niður­stöðu eru um 70% reiðhjóla­manna karl­kyns og skýr­ir það þenn­an mun á slösuðum eft­ir kyni.

Flest­ir á aldr­in­um 15 til 24 - Næst­flest­ir 65 ára og eldri

Í skýrslu RNU kem­ur fram að 31% þeirra sem lét­ust í um­ferðarslys­um á ár­un­um 1998 til og með 2012 voru á aldr­in­um 15 til 24 ára, en næst­flest­ir 65 ára eða eldri. Rétt er þó að taka fram að síðargreindi flokk­ur­inn tek­ur til mun stærra ald­urs­bils en önn­ur ald­urs­bil eru í skýrsl­unni.

Sömu sögu er að segja af þeim sem RNU tel­ur að hafi valdið um­ferðarslys­um. Aft­ur eru 15 til 24 lík­leg­ast­ir til að valda bana­slysi í um­ferðinni, eða í 30% slysa, en 65 ára og eldri þar á eft­ir með 19%. Þá kem­ur fram að mun fleiri karl­ar lát­ast í um­ferðinni en kon­ur.

Sunnu­dags­bíl­stjórn­ar hættu­leg­ast­ir

Í skýrsl­unni er einnig að finna sam­an­tekt á hvaða dög­um slys verða oft­ast. Flest um­ferðarslys á ár­un­um 1998 til 2012 urðu á sunnu­dög­um, 19%, en fæst á þriðju­dög­um eða 10%. Næst­flest urðu þau á fimmtu­dög­um og föstu­dög­um, 15% hvor dag. Leiða má lík­ur að því að sunnu­dag­ar séu veg­far­end­um hættu­leg­ast­ir þar sem áfeng­is­drykkja er hvað al­geng­ust um helg­ar og þau slys sem verða aðfaranótt sunnu­dags telj­ast til sunnu­daga.

Enn­frem­ur sann­ast hið fornkveðna að hraðinn drep­ur. 55% dauðsfalla í um­ferðinni urðu á veg­um þar sem há­marks­hraði er 90 kíló­metr­ar á klukku­stund. Þá urðu 72% bana­slysa í dreif­býli, en ein­ung­is í dref­býli er há­marks­hraði 90 kíló­metr­ar á klukku­stund.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert