Byggt á mannfjöldaspám

Borgarfulltúar gantast á fundinum sem stendur yfir.
Borgarfulltúar gantast á fundinum sem stendur yfir. Morgunblaðið/Golli

Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs gaf lítið fyrir vangaveltur um að erfitt gæti reynst að fylla þær íbúðir sem reisa á samkvæmt drögum að aðalskipulagi. Fundargestur spurði hvaðan fólkið ætti að koma sem fylla ætti 14 þúsund manna byggð í Vatnsmýri. Tók fundargestur fram að þúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu auk þess að fjöldi lóða væru tilbúnar sem enginn hefði sýnt áhuga á að byggja á.

Nú standa yfir umræður og kjörnir fulltrúar og embættismenn svara spurningum úr sal í kjölfar kynningar á aðalskipulagi borgarinnar til 2030.

Dagur sagði að aðalskipulagið tæki mið af mannfjöldaspám Hagstofunnar. Hann hefði engar áhyggjur af því að ekki fengist fólk til að búa í Vatnsmýri. Skipulagið væri frekar varfærið að því leyti frekar en hitt. 

Gunnar Gunnarson frá samtökunum Betri byggð, kallaði eftir að frekar ætti að fjölga íbúðum í Vatnsmýri. Hann sagði að smám saman hefði dregið úr fjölda íbúða á svæðinu síðan skipulagsferlið hófst. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs sagði ekki ráðlegt að fjölga íbúðum frekar. Samgöngukerfið stæði vart undir fleiri íbúum á svæðinu en nú er ráðgert skv. skipulaginu. Einnig minnti hann sjónarmið um skuggamyndun í því sambandi. 

Þorkell Jóhannsson, flugmaður á Akureyri lýsti furðu sinni á því að embættismenn og stjórnmálamenn í borginni teldu eðlilegt að slíta á tengingu landsbyggðarinnar við þungamiðju heilbrigðisþjónustu í landinu. Dagur segir að engin í pallborðinu hafi talað um að slíta umrædda tengingu. Hann segir mjög óalgengt að flugvellir séu í í grennd við spítala erlendis. Dagur bætti við að það sé hættulegt að aðilar séu að reyna leiða að því líkum að lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni, með vísun í flugvöllurinn sé á leiðinni burtu úr Vatnsmýri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert