Lýður dæmdur til að greiða tvær milljónir í sekt

Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt Lýð Guðmunds­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formann Ex­ista, til að greiða tvær millj­ón­ir kr. í sekt fyr­ir brot á hluta­fé­laga­lög­um en Bjarn­freður Ólafs­son lögmaður var sýknaður í sama máli, sem embætti sér­staks sak­sókn­ara höfðaði á hend­ur þeim sl. haust.

Greiði Lýður ekki sekt­ina inn­an fjög­urra vikna skal hann sæta fang­elsi í 60 daga.

Lýður var ákærður fyr­ir að hafa 8. des­em­ber 2008, sem stjórn­ar­maður einka­hluta­fé­lags­ins BBR, brotið vís­vit­andi gegn ákvæðum hluta­fé­lagalaga um greiðslu hluta­fjár með því að greiða hluta­fé­lag­inu Ex­ista minna en nafn­verð fyr­ir 50 millj­arða nýrra hluta í Ex­ista hf., að nafn­verði 50 millj­arða króna. BBR ehf. keypti hlut­ina sama dag og greiddi fyr­ir með 1 millj­arði hluta í einka­hluta­fé­lag­inu Kvakki sem metn­ir voru á 1 millj­arð króna, en á sama tíma var Lýður starf­andi stjórn­ar­formaður Ex­ista hf.

BBR ehf., sem þannig eignaðist 50 millj­arða hluta í Ex­ista hf., var í eigu einka­hluta­fé­lags­ins Korks. Lýður var stjórn­ar­maður Korks ehf. auk þess sem hann var eig­andi fé­lags­ins ásamt bróður sín­um, Ágústi Guðmunds­syni.

Þá voru þeir Lýður og Bjarn­freður ákærðir fyr­ir að skýra vís­vit­andi rangt og vill­andi frá hækk­un á hluta­fé Ex­ista hf. með því að Bjarn­freður sendi 8. des­em­ber 2008, að und­ir­lagi ákærða Lýðs, til­kynn­ingu til hluta­fé­laga­skrár, þar sem rang­lega kom fram að hækk­un á hluta­fé Ex­ista hf., að nafn­verði 50 millj­arða króna, hefði að fullu verið greidd til fé­lags­ins þótt ein­ung­is hefði verið greitt fyr­ir hluta­féð með 1 millj­arði hluta í Kvakki ehf. að verðmæti 1 millj­arðs króna.

Héraðsdóm­ur sak­fell­ir Lýð fyr­ir það sem hon­um er gefið að sök í fyrri kafla ákær­unn­ar. Fram kem­ur að Lýður hafi verið stjórn­ar­maður í BBR ehf. og und­ir­ritað kaup­samn­ing­inn fyr­ir þess hönd. Á hon­um hvíldu skyld­ur stjórn­ar­manns sbr. lög um einka­hluta­fé­lög, og auk þess hef­ur hann komið að rekstri fleiri fé­laga eins og hann bar sjálf­ur. Hon­um hlaut því að vera ljóst að sam­kvæmt lög­um um hluta­fé­lög megi greiðsla hlut­ar ekki nema minna en nafn­verði hans. Með því að greiða þannig nefnda fjár­hæð fyr­ir hlut­ina í Ex­ista hf. braut ákærði gegn þessu ákvæði, enda var hon­um óheim­ilt, sem stjórn­ar­manni í BBR ehf., að greiða minna en nafn­verð fyr­ir þá.

Í síðari kafla ákær­unn­ar eru þeim Lýði og Bjarn­freði báðum gefið að sök að hafa skýrt vís­vit­andi rangt og vill­andi frá fram­an­greindri hækk­un á hluta­fé í Ex­ista hf. með því að Bjarn­freður sendi, að und­ir­lagi ákærða Lýðs, til­kynn­ingu til hluta­fé­laga­skrár. Báðir neituðu sök.

Lýður bar að hann hefði fyrst vitað af til­kynn­ing­unni er hann var yf­ir­heyrður af sér­stök­um sak­sókn­ara í júní 2012. Bjarn­freður kvað til­kynn­ing­una ekki hafa verið senda að und­ir­lagi meðákærða og hefðu þeir ekki verið í sam­skipt­um vegna henn­ar. Eng­in vitni hafa borið um aðkomu ákærða Lýðs að því að semja eða senda nefnda til­kynn­ingu og eng­in önn­ur gögn styðja við full­yrðingu ákæru­valds­ins um að til­kynn­ing­in hafi verið send að und­ir­lagi ákærða. Sam­kvæmt þessu er ósannað að Lýður hafi átt þátt í að semja eða senda til­kynn­ing­una eins og hon­um er gefið að sök. Þegar af þeirri ástæðu verður hann sýknaður af síðari lið ákær­unn­ar, seg­ir í dómi héraðsdóms.

Lýði er gert að greiða mál­svarn­ar­laun verj­anda síns, 10.900.000 krón­ur, að hálfu en að hálfu skulu þau greidd úr rík­is­sjóði.

Mál­svarn­ar­laun verj­anda Bjarn­freðar, sam­tals þrjár millj­ón­ir kr. skulu greidd úr rík­is­sjóði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert