Fá 4,8% launahækkun

Heilbrigðisstofun Vesturlands á Akranesi.
Heilbrigðisstofun Vesturlands á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Skrifað var und­ir nýj­an stofn­ana­samn­ing við hjúkr­un­ar­fræðinga Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands (HVE) í gær­kvöldi. For­send­ur samn­ings­ins eru 4,8% hækk­un launa sam­kvæmt jafn­launa­átaki stjórn­valda, seg­ir í til­kynn­ingu.

Þar sem eng­inn stofn­ana­samn­ing­ur hafði verið gerður við HVE frá stofn­un, þá voru í gildi 8 samn­ing­ar við hjúkr­un­ar­fræðinga frá fyrri tíð með nokkr­um blæ­brigðamun.

Tals­vert verk­efni var því að leita eft­ir sam­ræm­ingu ým­issa þátta og náðust áfang­ar í þeim efn­um. Samn­ing­ur­inn er gerður í trausti þess að fé fá­ist svo hægt verði að efna þau ákvæði sem leiða  munu til auk­inna út­gjalda, seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert