Fjöldi fólks er samankominn í ráðhúsi Reykjavíkur þar sem kjörnir fulltrúar og embættismenn kynna drög að aðalskipulagi borgarinnar til ársins 2030. Fundurinn mun byrja á erindum embættismanna og kjörinna fulltrúa og í kjölfarið verður efnt til umræða og kostur gefinn á spurningum úr sal.
Dagur B. Eggertsson, opnaði fundinn með ávarpi og sagði að framundan væri linnulaus umræða um framtíðarskipulag Reykjavíkur. Hann segir að áhyggjur margra Reykvíkinga snúast um umferðina í götunni sinni. Margir hafi einnig áhyggjur af fastaeignaverði, aðrir af svifryksmengun. Hann segir að aðalskipulag borga taki á mörgum af mikilvægust þáttum sem fólk hafi áhyggjur af. Hann segir að læra þurfi af mistökum undanfarinna ára og nauðsynlegt sé að taka rökræðu um framtíð borgarinnar við íbúa hennar.
Dagur segir að umrædd drög séu unnin af mörgum meirihlutum og fulltrúum margra flokka og sé afrakstur margra ára vinnu. Hann sagðist halda að þetta sé í fyrsta skipti sem fulltrúar allra flokka komi að kynningu á skipulagi borgarinnar.
Í drögunum er áhersla á þéttingu byggðar með það að markmiði að minnka vægi einkabílsins og auka vægi almenningssamgangna, hjólandi og gangandi. Stefnt er að því að stytta vegalengdir milli vinnu og heimilis borgarbúa. Með því á að nýta betur þær fjárfestingar sem felast t.d. í gatna og veitukerfum.
Í skipulaginu er gert ráð fyrir að 90% nýrrar íbúðarbyggðar rísi innan núverandi marka borgarinnar. Í skipulaginu er m.a. gert ráð fyrir að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir 14 þúsund manna byggð. Þá er stefnt að uppbyggingu íbúðabyggðar í Elliðaárvogi og við gömlu Reykjavíkurhöfn.
Meginmarkmið og breytingar
Páll Hjaltason formaður skipulags- og umhverfisráðs fór yfir meginmarkmið og breytingar sem fylgja drögunum. Hann segir veruleikann í dag að land borgarinnar sé illa nýtt og og byggðina mjög dreifða. Nú sé verið að falla frá þeirri stefnu og þétta byggð. Með því megi nýta betur fjárfestingar borgarinnar s.s. götur, veitukerfi og önnur mannvirki. Hann fór lauslega yfir meginmarkmið skipulagsins, þar er lögð áhersla á þéttingu til vesturs. Hann sagði það umhverfisvænan stefnu að þétta byggð og þar með minnka mengun. Hann segir að umhverfismat sýni að þétting byggðar sé bæði hagkvæm og umhverfis.
Hann talaði um Græna borg. Fjölga eigi opnum svæðum og minnka malbik. Stytta eigi vegalengdir milli vinnu og heimilis borgarbúa. Þá talaði Páll um vistvænar samgöngur sem hann segir eitt af allra mikilvægustu verkefnum næstu ára. Þær felast í að auka umferð gangandi og hjólandi og auka notkun á almenningssamgöngum.
Hann segir að heildstæð stefna um hæðir húsa muni taka mið af sögunni. Byggð muni ekki verða hærri en fimm hæðir á verndunarsvæði miðborgar.
Erfiðara að þétta en dreifa byggð
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það geta verið erfiðara að þétta byggð en dreifa en hinsvegar sé það nauðsynlegt. Hann talaði um fjölgun bíla í borginni, nefnir að útgjöld heimila vegna bíla séu orðinn alltof mikil og meiri en í borgum erlendis. Segir að draga þurfi úr þessum kostnaði og því sé þétting byggðar mikilvæg.
Hann tók sama hversu lengi fólk var í vinnuna og heim aftur innan borgarinnar. Fólk sé allt að 42 mínútur í vinnuna og heim aftur á bílnum. Hann segist vona að með skipulaginu aukist umferð ekki með fjölgun íbúa. Heldur að skipulagið verði til þess að auka umferð, gangandi, hjólandi og notkun almenningssamgangna. Gísli fór yfir ókosti umferðar s.s. mengun, kostnað og viðhald. Gísli greindi frá því að ferðavenjur borgarbúa væru hægt og rólega vera að breytast. Sömuleiðis séu borgarbúar í auknum mæli jákvæðari fyrir vistvænni ferðamáta.
Gæti tekið gildi í nóvember
Haraldur Sigurðsson, verkefnastjóri aðalskipulags fór yfir kynningar- og afgreiðsluferilinn. Hann segir að nú séu drög að tillögu aðalskipulags til kynningar. Nú standi til að afgreiða tillöguna til auglýsingar þar sem kostur gefst á að gera formlegar athugasemdir. Það gerist í júlí og ágúst. Að því loku verða athugasemdir metnar innan borgaryfirvalda og hugsanlega breytt í smærra samhenginu, skipulaginu verði hinsvegar vart umbylt. Að því loku taki við ferli hjá Skipulagsstofnun og ef allt gengi eftir geti skipulagið tekið gildi í nóvember.