Teknir fyrir veggjakrot

Lögreglan handtók mennina.
Lögreglan handtók mennina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir ung­ir menn voru hand­tekn­ir af lög­regl­unni á Sel­fossi eft­ir að þeir voru staðnir að verki við veggjakrot á Ölfusár­brú og á upp­lýs­inga- og aug­lýs­inga­skilti sem stend­ur nærri brúnni.

Lög­regl­unni barst ábend­ing um hverj­ir hefðu verið að verki og hand­tók hún menn­ina sem eru rétt und­ir tví­tugu.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi er um tals­vert tjón að ræða sök­um þess að upp­lýs­inga- og um­ferðaskiltið er dýrt. Áætlað er að kostnaður við að setja upp nýtt skilti sé á bil­inu 100-200 þúsund krón­ur.

Mönn­un­um gefst kost­ur á að gera sátt í mál­inu og greiða sekt. Öðrum kosti fer málið fyr­ir dóm.
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert