Eftirlit skilaði milljörðum

Eftirlit skattyfirvalda og skoðun á skattskilum einstaklinga og fyrirtækja hefur skilað verulegum árangri og leitt til mikilla hækkana við endurákvörðun á áður álögðum sköttum og gjöldum framteljenda.

Á síðasta ári leiddi eftirlitið til þess að opinber gjöld voru hækkuð um 7.553 milljónir króna. Á tímabilinu frá árinu 2008 til 2012 nam hækkun skatta og gjalda samtals 22.972 milljónum.

Þetta kemur fram í grein Guðna Björnssonar, viðskiptafræðings á eftirlitssviði ríkisskattstjóra (RSK), í Tíund, fréttablaði embættisins, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. „Þessu til viðbótar var yfirfæranlegt tap félaga lækkað um 8.813 milljónir kr. á árinu 2008, 1.269 milljónir kr. á árinu 2009, 86,1 milljón kr. á árinu 2010, 46.710 milljónir kr. á árinu 2011 og um 2.823 milljónir kr. á árinu 2012. Lækkun á yfirfæranlegu tapi á tímabilinu nam samtals 59.702 milljónum kr.,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert