Skattalækkanir ýti undir neyslu

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. mbl.is/Rósa Braga

„Efna­hags­um­hverfið get­ur breyst mjög hratt á kom­andi miss­er­um. Heilt yfir þá gætu gef­in lof­orð haft já­kvæð áhrif á hag­vaxt­ar­horf­ur. Skatta­lækk­an­ir og skulda­leiðrétt­ing bæta fjár­hags­stöðu heim­ila og  þar með svig­rúm þeirra til auk­inn­ar neyslu,“ seg­ir Ásdís Kristjáns­dótt­ir, for­stöðumaður grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka.

Sem kunn­ugt er boðar ný rík­is­stjórn skatta­lækk­an­ir og eiga þær fyrstu að líta dags­ins ljós á kom­andi sum­arþingi sem hefst eft­ir sex daga. Hag­vaxt­ar­spár hafa sem kunn­ugt er verið end­ur­skoðaðar niður á við. Nú er bú­ist við 3% hag­vexti á næsta ári en í fe­brú­ar var spáð 3,7% vexti, að því er fram kem­ur í grein­ar­gerð Pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabanka Íslands.

Styrk­ing krónu á síðustu vik­um þótti gefa til­efni til verðlækk­anna en fram kem­ur á vef Hag­stof­unn­ar að und­an­farna þrjá mánuði hafi vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 0,3% sem jafn­gild­ir 1,4% verðbólgu á ári og 0,6% verðhjöðnun á ári fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis.

Mik­ill fram­leiðslu­slaki í hag­kerf­inu

Að sögn Ásdís­ar gætu boðaðar aðgerðir nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í skatta­mál­um ýtt und­ir frek­ari hag­vöxt en til að byrja með þurfi þær ekki endi­lega að kalla fram aukna verðbólgu, enda sé mik­ill fram­leiðslu­slaki í hag­kerf­inu. Þá tel­ur hún að lækk­an­ir á neyslu­skött­um og öðrum gjöld­um eigi jafn­framt að draga úr verðbólguþrýst­ingi.

„Þá er hugs­an­legt að fjár­fest­ing taki fljótt við sér. Hins veg­ar kall­ar auðvitað auk­in inn­lend eft­ir­spurn á meiri inn­flutn­ing. Vegna þessa gef­ur krón­an eft­ir eða viðskipta­af­gang­ur­inn skrepp­ur sam­an, einkum án til­komu er­lendr­ar fjár­fest­ing­ar.

Ef hag­kerfið nær sér á strik og Seðlabank­inn sér verðbólg­una fjar­lægj­ast verðbólgu­mark­mið þá tel ég að hann muni hækka stýri­vexti á nýj­an leik,“ seg­ir Ásdís.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert