Flokksstjórn Samfylkingar fundar

Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar hefst kl. 10 í dag með ræðu Árna …
Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar hefst kl. 10 í dag með ræðu Árna Páls Árnasonar, formanns flokksins. mbl.is/Rósa Braga

Niður­stöður alþing­is­kosn­ing­anna, skila­boð kjós­enda, sum­arþingið framund­an og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2014 eru meg­in­efni fund­ar flokks­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem hefst kl. 10.00 í dag í Versöl­um, Hall­veig­ar­stíg 1 Reykja­vík með setn­ing­ar­ræðu Árna Páls Árna­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Að ræðu for­manns lok­inni fer Dr. Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði og for­seti fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands, yfir niður­stöður alþing­is­kosn­ing­anna og skoðar fylgi og fylg­is­sveifl­ur. Því næst verða al­menn­ar umræður.

Að lokn­um umræðum kl. 14.00 stýr­ir sveit­ar­stjórn­ar­ráð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um­fjöll­un um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar 2014 og verður und­ir­bún­ing­ur þeirra rædd­ur í þrem­ur mál­stof­um.

Fund­ar­stjóri er Mar­grét K. Sverr­is­dótt­ir, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Fund­ar­lok eru áætluð um kl. 16.00.

Í til­kynn­ingu frá Sam­fylk­ing­unni seg­ir að flokks­stjórn­ar­fund­ir séu opn­ir öll­um fé­lög­um í Sam­fylk­ing­unni en aðeins flokks­stjórna­full­trú­ar hafi at­kvæðis­rétt.

Í flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eiga sæti rúm­lega 200 manns; fram­kvæmda­stjórn flokks­ins, full­trú­ar kjörn­ir á lands­fundi, full­trú­ar kjörn­ir af kjör­dæm­aráðum, for­menn aðild­ar­fé­laga, for­menn kjör­dæma- og full­trúaráða, stjórn verka­lýðsmá­laráðs, sveit­ar­stjórn­ar­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og þing­menn flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert