Hópefli ríkisstjórnarinnar

Ný ríkisstjórn mun hittast utan höfuðborgarsvæðisins og snæða saman kvöldverð.
Ný ríkisstjórn mun hittast utan höfuðborgarsvæðisins og snæða saman kvöldverð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

,,Þetta er bara tækifæri fyrir nýja ráðherra til að hittast og spjalla saman. Þetta er svona hefðbundið hópefli," segir Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra en til stendur að ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna hittist í kvöld í óformlegum kvöldverði.

Að sögn Jóhannesar mun hópurinn hittast með mökum og snæða saman kvöldverð á ónefndum stað utan höfuðborgarsvæðisins.

Til þessa hafa ráðherrarnir eingöngu hist á formlegum ríkisstjórnarfundi. Jóhannes vildi ekki segja hvað verður á boðstólnum en býst fastlega við því að soðbrauð, vöfflur og pönnukökur verði ekki á matseðlinum að þessu sinni.     
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert