Óttast undirboð á markaði

Í byggingarvinnu.
Í byggingarvinnu. mbl.is/Árni Sæberg

„Á þensluárunum gætti tilhneigingar til að nota erlenda ríkisborgara í svarta atvinnustarfsemi. Við þykjumst merkja að þetta sé að einhverju leyti að fara í gang aftur, nú þegar farið er að lifna yfir vinnumarkaðnum.“

Þetta segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er fjölgun starfa á vinnumarkaði og segir Halldór horft til byggingageirans og ferðaþjónustunnar í þessu efni. Þann lærdóm megi draga af reynslu Íslands og nágrannalanda að á næstunni sé hætta á misnotkun erlends vinnuafls.

Hann segir ASÍ fara fram á að stjórnvöld geri tímabundinn fyrirvara um frjálsa för vinnuafls frá Króatíu, í tilefni af inngöngu Króata í ESB 1. júlí nk. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að atvinnuleysi er minna í aðeins einu ESB-ríkjanna 27 en á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert