Tveir ökumenn á höfuðborgarsvæðinu voru teknir úr umferð í nótt vegna ölvunar við akstur.
Klukkan þrjú var bifreið stöðvuð á Borgarvegi. Ökumaðurinn, 17 ára stúlka, reyndist ölvuð.
Hálftíma síðar var karlmaður á fertugsaldri stöðvaður við akstur bifreiðar í Árbæ. Hann var áberandi ölvaður. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum og bifreiðin var ótryggð.
Báðir ökumenn voru færðir til blóðsýnistöku. Númer voru tekin af ótryggða bílnum. Þegar ökumenn hafa ekki náð 18 ára aldri er foreldrum tilkynnt um atvikið segir í tilkynningu lögreglu.