Umfram það sem ætlast var til

Bíllinn var af gerðinni Mercedes Benz ML Class, árgerð 2013. …
Bíllinn var af gerðinni Mercedes Benz ML Class, árgerð 2013. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

„Við fengum upplýsingar um þetta í gærkvöldi og fulltrúi Öskju hringdi í viðkomandi og aðvaraði hann um það að þetta væri umfram það sem væri ætlast til,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju um athæfi starfsmanns Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem ók Mercedes Benz bifreið í eigu Öskju langt yfir hámarkshraða á leiðinni til Reykjavíkur frá Akureyri eftir að bifreiðin hafði verið notið í sparaksturskeppni á vegum FÍB og Atlantsolíu.

„Þetta var ekki starfsmaður Öskju. Við lánuðum manninum bifreiðina til reynsluaksturs á heimleið sem að greinilega vildi prufa kosti bifreiðarinnar umfram það sem heimilt er. Allir starfsmenn Öskju sem tóku þátt óku á löglegum hraða norður á Akureyri og náðu frábærum árangri í eyðslu eins og sjá má á úrslitunum,“ segir Jón Trausti.

Hann segir Öskju hafa lagt mikið upp úr því að öllum reglum yrði fylgt í keppninni og að miðað hafi verið við að aka á 90 km hraða.

„Enda var eyðsla bílsins aðeins rétt rúmir 7 lítrar á hundraði norður á Akureyri,“ segir hann.

Frétt mbl.is: Starfsmaður FÍB á 147 km hraða

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju.
Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert