Þyrluáhöfn heiðruð fyrir björgunarfrek (myndskeið)

TF-Líf.
TF-Líf. mbl.is/Sigurður Bogi

Áhöfn TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var í gær heiðruð í Bolungarvík fyrir einstakt björgunarafrek vegna strands Jónínu Brynju ÍS-55 við Straumnes þann 25. nóvember 2012. Myndskeið hefur verið birt af björguninni.

Í dag er sjómannadagurinn og því vel við hæfi að rifja björgunarafrek þyrluáhafnarinnar upp. Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá fiskibátnum Jónínu Brynju frá Bolungarvík sem strandaði nálægt Straumnesvita á norðanverðum Vestfjörðum 25. nóvember í fyrra.

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var samstundis kölluð út og bjargaði hún skipverjum bátsins. Mennirnir fundust strax og komið var á svæðið. Þeir voru klæddir flotgöllum í um 10 metra breiðri fjöru, báturinn var strandaður í stórgrýttu flæðarmálinu.

Á svæðinu var mjög hvasst, 25-30 hnútar og gekk á með dimmum éljum. Fyrir ofan fjöruna er þverhnýpt klettabelti. Gengu björgunaraðgerðir ágætlega, sigmaður seig niður til mannanna og voru þeir svo hífðir upp í björgunarlykkju. Var þá haldið á Ísafjörð þar sem mennirnir fóru til læknisskoðunar en þyrlan hélt til Reykjavíkur.

Sjá myndskeið af björguninni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka