Ferðamenn greiddu 13,7 milljarða með korti

Erlendir ferðamenn eyða töluverðum fjármunum á Íslandi.
Erlendir ferðamenn eyða töluverðum fjármunum á Íslandi. Morgunblaðið/Kristinn

Á síðasta ári nam korta­velta er­lendra ferðamanna vegna kaupa í versl­un­um hér á landi 13,7 millj­örðum króna. Af þeirri upp­hæð var 2,7 millj­örðum varið til kaupa í fata­versl­un­um, sem er um 13% af heild­ar­veltu ís­lenskra sér­versl­ana með föt á síðasta ári. Lík­legt er að aðallega sé um að ræða ís­lensk­an úti­vistarfatnað.

Þetta kem­ur fram í töl­um Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar sem birt­ir nú í fyrsta sinn greiðslu­korta­veltu ís­lenskra og er­lendra ferðamanna hér á landi, flokkaða eft­ir teg­und­um versl­ana og þjón­ustu.

Í frétt frá Rann­sókn­ar­setr­inu kem­ur fram að er­lend korta­velta í ís­lenskri dag­vöru­versl­un var um 2,3 millj­arðar króna í fyrra. Þá greiddu er­lend­ir ferðamenn með kort­um sín­um í toll­frjálsri versl­un, eða Frí­höfn­inni, fyr­ir um 1,4 millj­arða eða litlu lægri upp­hæð en þá sem var varið til gjafa- og minja­gripa­versl­un­ar, eða um 1,8 millj­arða.

Stærsti liður er­lendr­ar korta­veltu hér á landi á síðasta ári var í flokkn­um gistiþjón­usta eða liðlega 14,4 millj­arðar. Þá var velta ým­iss­ar ferðaþjón­ustu (t.d. skipu­legra skoðun­ar­ferða, pakka­ferða, veiðileyfa o.fl.) 8,7 millj­arðar, 7,6 millj­arðar til veit­inga­húsa og 4,3 millj­arðar til bíla­leigna.

3,2 millj­arðar í ferþega­flug

Er­lend korta­velta vegna farþega­flugs nam í fyrra 3,2 millj­örðum. Þess ber þó að geta að korta­velta út­lend­inga sem kaupa farmiða til Íslands frá heimalandi sínu fer aðeins í gegn­um ís­lenska færslu­hirða ef greitt er beint til ís­lensku flug­fé­lag­anna en ekki ef greitt er til er­lendr­ar ferðaskrif­stofu eða ann­ars er­lends milliliðs.

Mik­ill vöxt­ur hef­ur verið í er­lendri korta­veltu það sem af er þessu ári. Þannig má sjá að velta bíla­leigna hér á landi vegna er­lendra ferðamanna hef­ur auk­ist um 77% á fyrstu fjór­um mánuðum þessa árs miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Þá jókst er­lend korta­velta vegna heim­sókna á söfn og galle­rí um 63% á fyrstu fjór­um mánuðum þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra og vegna tón­leika og leik­húss um 38%. Versl­un hef­ur einnig notið góðs af þess­ari auknu er­lendu korta­veltu það sem af er ári, en hún jókst um 29% á milli ára.

Korta­velta Íslend­inga vegna ferðatengdr­ar þjón­ustu inn­an­lands það sem af er þessu ári er svipuð velt­unni í fyrra eða held­ur minni. Þannig er inn­lend korta­velta vegna farþega­flugs 5,7% minni fyrstu fjóra mánuði þessa árs en sama tíma í fyrra. Þannig má ætla að annaðhvort ferðist lands­menn minna eða far­gjöld hafi lækkað í verði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert