Hafði ekki undirgengist viðhaldsskoðanir

Úr safni.
Úr safni.

Rannsóknarnefnd flugslysa leggur til sex tillögur í öryggisátt í skýrslu sinni um alvarlegt flugatvik sem átti sér stað skammt undan strönd S-Englands árið 2009. Atvikið  sem vísað er til átti sér stað þegar þykkur reykur kom upp í stjórnklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá París til Keflavíkur. Í kjölfarið var skyggni flugmanna á tækjabúnað og mæla í stjórnklefa vélarinnar lítið sem ekkert um tíma.

Rannsóknarnefnd beinir tillögunum sex til Icelandair, Boeing, Flugmálastjórnar Íslands, Evrópsku flugöryggisstofnunarinnar og Alþjóðlegu Flugmálastjórnarinnar.

Í tilkynningu frá Rannsóknarnefnd flugslysa segir, að alvarleg bilun hafi orðið í vinstri hreyfli vélarinnar sem varð til þess að slökkva þurfti á hreyflinum, nauðlenda vélinni á Gatwick flugvelli á Englandi.

Rannsókn leiddi í ljós að lágþrýstingseldsneytisdæla hafði gefið sig sem varð til þess að eldsneyti blandaðist í smurolíukerfi hreyfilsins. Það var til þess að eldsneytisblönduð smurolían lak inn í loftþjöppu hreyfilsins með þeim afleiðingum að reykur myndaðist sem barst svo í gegnum loftinntökukerfi flugvélarinnar.

Við rannsóknina kom í ljós að lágþrýstingseldsneytisdælan sem bilaði hafði ekki undirgengist nauðsynlegar viðhaldsskoðanir eða viðhald.

Hér má sjá skýrsluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert