Gert er ráð fyrir suðaustan 8-15 metrum á sekúndu á landinu næsta sólarhringinn og rigningu eða súld, hvassara í vindstrengjum við fjöll samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Hægari vindur verður norðaustanlands og austantil og úrkomulítið. Hiti á bilinu 10-20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu síðdegis.
Veðurstofan bendir vegfarendum með aftanívagna á að spáð er suðaustan 8-15 m/s á landinu sunnan- og vestanverðu í dag og því má búast við hvössum vindhviðum við fjöll og þá einkum á norðanverðu Snæfellsnesi.