Samkvæmt nýrri samþykkt bæjarstjórnar Árborgar um hundahald eru 15 hundategundir bannaðar í sveitarfélaginu.
Frá þessu segir á vefnum Dfs.is.
Fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar fer tækni- og veitusvið sveitarfélagsins með málefni hunda og hundahalds í umboði bæjarstjórnar og fer eftirlitsmaður með eftirlit með hundahaldi í sveitarfélaginu í umboði og undir eftirliti Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Hundahald er heimilað í Sveitarfélaginu Árborg, þ.m.t. á lögbýlum, að fengnu leyfi og uppfylltum þeim skilyrðum, sem sett eru í nýju samþykktinni.
Ekki er heimilt að hafa fleiri en þrjá hunda á sama heimili í þéttbýli og í skipulögðum búgarðabyggðum.
Óheimilt er að halda hunda af eftirtöldum tegundum:
a.Pit Bull Terrier/Staffordshire Bull Terrier
b.Fila Brasileiro
c.Toso Inu
d.Dogo Argentino
e.Amerískur bulldog
f.Amerískur staffordshire (amstaff)
g.Boer boel
h.Miðasískur ovtjarka
i.Anatolískur fjárhundur (kangal)
j.Kákasískur ovtjarka
k.Sarplaninac
l.Suðurrússneskur ovtjarka
m.Tornjak
n.Blendinga af ofangreindum tegundum
o.Blendinga af úlfum og hundum