19,9° á Raufarhöfn

Frá Raufarhöfn.
Frá Raufarhöfn. Sverrir Vilhelmsson

Veðurguðirnir hafa ákveðið að ylja Raufarhafnarbúum í dag en þar mældist 19,9° hiti kl. 10 í dag. Húsvíkingar geta ekki heldur kvartað, þar er tæplega 19 stiga hiti.  Í Reykjavík mælast nú aðeins 11 gráður.

Sé hitastigið á hálendi Íslands skoðað kemur í ljós að Kröflusvæðið hefur vinninginn en mælirinn við Kröflu segir hitann nema 15,8 stigum.

Hlýtt er víðast hvar um allt norðan- og austanvert landið. Óveður er hins vegar á norðanverðu Snæfellsnesi.

Sjá Veðurvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert