80 bátar „þjófstörtuðu“

Frá Hólmavík.
Frá Hólmavík. mbl.is/áij

Um 80 bát­ar „þjóf­störtuðu“ á fyrsta degi nýs mánaðar á strand­veiðum. Land­helg­is­gæsl­an tel­ur að sjó­menn­irn­ir hafi brotið lög um sjó­mannadag­inn með því að halda til veiða fyr­ir há­degi á mánu­degi en eng­inn hef­ur verið kærður fyr­ir at­hæfið.

Í lög­um um sjó­mannadag seg­ir að öll fiski­skip skuli liggja í höfn á sjó­mannadag og láta ekki úr höfn fyrr en klukk­an 12 á há­degi næsta mánu­dag. Víkja má frá þessu ákvæði ef mik­il­væg­ir hags­mun­ir eru í húfi og sam­komu­lag tekst þar um milli út­gerðar og skips­hafn­ar.

Land­helg­is­gæsl­an og Lands­sam­band smá­báta­eig­enda túlka lög­in þannig að menn eigi ekki að róa fyrr en á há­degi á mánu­dag. Sjó­menn­irn­ir sem róa telja það vænt­an­lega mik­il­væga hags­muni að ná í dagskammt­inn sinn snemma.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert