Andlát: Hermann Gunnarsson

Hermann Gunnarsson.
Hermann Gunnarsson. mbl.is/Sigurgeir

Her­mann Gunn­ars­son fjöl­miðlamaður lést í dag, 66 ára að aldri. Hann varð bráðkvadd­ur í sum­ar­leyfi í Taílandi, en bana­mein hans var hjarta­áfall.

Her­mann var fædd­ur í Reykja­vík 9. des­em­ber 1946. For­eldr­ar hans voru Björg Sig­ríður Her­manns­dótt­ir og Gunn­ar Gísla­son vél­stjóri.

Her­mann átti glæst­an íþrótta­fer­il en hann var einn af fremstu knatt­spyrnu­mönn­um lands­ins á sjö­unda og átt­unda ára­tugn­um.

Þá starfaði Her­mann lengi á fjöl­miðlum, en um ára­bil starfaði hann sem íþróttaf­réttamaður á Rík­is­út­varp­inu og þá stjórnaði hann eig­in sjón­varpsþætti, Á tali hjá Hemma Gunn, sem var vin­sæl­asti sjón­varpsþátt­ur lands­ins í mörg ár. Síðar stjórnaði hann sjón­varps- og út­varpsþátt­um á Stöð 2 og Bylgj­unni. Hann lét af störf­um þar í apríl sl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert