Atlantsolía lækkar verð á díselolíu

mbl.is/Hjörtur

Lítraverðið á díselolíu lækkaði í morgun hjá Atlantsolíu og kostar líterinn nú 242,20 krónur. Lækkunin nemur 3 krónum. Verð hjá öðrum olíufélögum er nú á bilinu 245,10 krónur til 245,50 krónur samkvæmt vefsíðunni Gsmbensín.is.

Lækkunin hjá Atlantsolíu kemur til vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði en þó aðallega innkaupsverði en tonnið af díselolíu hefur lækkað frá því um miðjan síðasta mánuð úr 990 dollurum í 870 dollara að sögn Huga Hreiðarssonar, markaðsstjóra fyrirtækisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert