Breyta ásýnd Borgartúnsins

Meiri gróður, nýj­ar gang­stétt­ir beggja vegna göt­unn­ar, nýir ljósastaur­ar, hjóla­stíg­ar og miðeyj­ar í götu til að auka ör­yggi gang­andi veg­far­enda eru meðal breyt­inga sem gerðar verða á Borg­ar­túni í sum­ar. Eft­ir fram­kvæmd­irn­ar mun Borg­ar­túnið verða fal­leg nú­tíma­leg borg­ar­gata, seg­ir Davíð Bald­urs­son verk­efn­is­stjóri, í frétt á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

 Kynn­ing­ar­fund­ur um fram­kvæmd­irn­ar verður hald­inn fimmtu­dag­inn 6. júní kl. 14.00 í Borg­ar­túni 12 – 14, 7. hæð.  Þeir sem vilja kynna sér málið nán­ar eru ein­dregið hvatt­ir til að mæta.  Til að tak­marka áhrif fram­kvæmda á um­ferð verður þeim áfanga­skipt og verður sú ver­káætl­un kynnt á fund­in­um.

 Aðskild­ir hjóla­stíg­ar með ein­stefnu verða lagðir beggja vegna göt­unn­ar milli Katrín­ar­túns (Höfðatúns) og Sól­túns. Vest­an Katrín­ar­túns verður lagður hjóla­stíg­ur sunn­an göt­unn­ar. Nú­ver­andi gang­stétt­ar verða end­ur­nýjaðar og einnig verður ný gang­stétt lögð sunn­an göt­unn­ar þar sem hana vant­ar. Eft­ir breyt­ing­ar verða því sam­felld­ar göngu­leiðir beggja vegna göt­unn­ar.

Með fram­kvæmd­un­um verður bætt ör­yggi gang­andi og hjólandi veg­far­enda.  Gróður­svæði verður komið fyr­ir milli göt­unn­ar og hjóla­stíga. Skipt verður um ljósastaura í göt­unni. Fjór­um miðeyj­um verður bætt við til að auðvelda gang­andi veg­far­end­um að fara yfir göt­una.

 Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir við verkið hefj­ist í lok júní og verður stefnt að verklok­um 1. nóv­em­ber. Áætlaður heild­ar­kostnaður við end­ur­gerð Borg­ar­túns frá Snorra­braut að Sól­túni er 230 millj­ón­ir króna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert