Fundu fleira ferðafólk

mbl.is/Ernir

Björg­un­ar­sveit­ar­menn sem eru á leið á snjósleðum í Fimm­vörðuháls­skála til þess að sækja ít­alsk­an ferðamann rák­ust á leið sinni á er­lent par í Bald­vins­skála sem hafði verið þar frá því í gær og fær það vænt­an­lega far niður að Skóg­um sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Hvols­velli.

Ítalski ferðamaður­inn lét vita af sér í gær­kvöldi í gegn­um smá­skila­boð og sagðist vera fast­ur í af­taka­veðri í skála á há­lend­inu og þyrfti á aðstoð að halda. Skila­boðin sendi hann til fólks sem hann hafði verið sam­ferða áður en hann varð viðskila við það og var skila­boðunum í fram­hald­inu komið til lög­reglu.

Fólkið hafði skilið við mann­inn á Þórs­merk­ur­vegi síðdeg­is á sunnu­dag og hafði hann að þess sögn ætlað að ganga yfir Fimm­vörðuháls. Um klukk­an tíu í morg­un hafði maður­inn sam­band með neyðartal­stöð og var hann þá stadd­ur í Fimm­vörðuháls­skála heill á húfi. Var hann beðinn að halda kyrru fyr­ir þar til hjálp bær­ist.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar gat ekki flogið á Fimm­vörðuháls vegna veðurs en björg­un­ar­sveit­ar­menn­irn­ir eiga hins veg­ar stutt eft­ir að skál­an­um. Lög­regl­an á Hvols­velli vill hvetja fólk til að skoða veður­spá gaum­gæfi­lega áður en lagt er af stað á Fimm­vörðuháls en í dag er sem fyrr seg­ir af­taka­veður á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert