Hópur landeigenda Reykjahlíðar segja fréttatilkynningu frá Landeigendum Reykjahlíðar ehf. þar sem skorað er á stjórnvöld að vinna að virkjanamálum í Bjarnarflagi, ekki lýsa afstöðu allra landeigenda.
Hópurinn hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:
Að gefnu tilefni vilja eftirfarandi landeigendur Reykjahlíðar koma á framfæri leiðréttingu vegna virkjunar í Bjarnarflagi:
Í fréttatilkynningu sem kom frá Landeigendum Reykjahlíðar ehf. er skorað á stjórnvöld að vinna að virkjunarmálum í Bjarnaflagi og hefja framkvæmdir sem fyrst.
Fréttatilkynningin kemur frá stjórn landeigendafélagsins en lýsir ekki afstöðu allra landeigenda eins og ranglega mátti túlka tilkynninguna. Vegna þessa verður að koma fram að ekki eru allir landeigendur Reykjahlíðar sammála um framgang virkjunarmála á svæðinu en hluti þeirra vill frekari rannsóknir vegna fyrirhugaðrar virkjunar. Í því sambandi er eðlileg og sjálfsögð krafa að virkjunin fari í umhverfismat á ný þar sem ýmsar nýjar upplýsingar liggja fyrir frá því að núgildandi mat var unnið fyrir um áratug.
Virðingarfyllst,
Daði Lange Friðriksson
Gísli Sverrisson
Héðinn Sverrisson
Kristín Þuríður Sverrisdóttir
Sigfús Illugason
Sólveig Illugadóttir